Heppin

Heppin sú gamla að sprengjan sprakk ekki í vasknum hjá henni, og enn furðulegra að hún hafi ekki sprungið í ferlinu þegar hún var tekin upp í kartöflugarðinum. Þetta minnir mig á atvik sem gerðist þegar ég var að vinna við endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar. Þá kom tundurdufl upp með sandi sem dælt var upp úr sanddæluskipi til að nota í undirlag undir flugbrautirnar. Það sat þarna bara ofan á haugnum þegar við komum að einn morguninn. Gröfumaðurinn sem var að moka á bíla ýtti duflinu til hliðar og svo var byrjað. Þegar svo sprengifræðingarnirkomu á svæðið varð allt brjálað, okkur skipað að drepa strax á tækjunum og læðast út úr þeim og burtu í öruggt skjól. Við máttum ekki keyra tækin burtu, titringurinn gæti sprengt duflið. Þegar við sögðum að því hefði verið ýtt til með gröfuskóflu spurðu þeir hvort gröfumaðurinn væri brjálaður, svona dufl gæti sprungið við snarpa vindkviðu. Okkur þótti það ólíklegt þar sem það hafði jú komist í gegnum dælurnar á skipinu og það væru nú dágóð högg. En allt fór þetta nú vel að lokum og sprengjan var fjarlægð án vandræða. En Það var fyndið panikið sem upp kom við þessar aðstæður.
mbl.is Amma fann sprengju í kartöflupokanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slökkt í grilli

Það gæti hafa verið skrítinn svipur á fólkinu þegar slökkviliðið stormaði á svæðið til að slökkva í grillinuGrin
mbl.is Engin hætta - aðeins útigrill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott hjá Magnúsi

Gott hjá vini mínum Magnúsi Bergssyni að vekja máls á þessu. Hann var að sjálfsögðu á hjóli enda er reiðhjólið hans einkabíll og hefur alltaf verið. Þó ferðast hann meira um landið en margir aðrir. Síðast þegar ég vissi var hann ekki enn búinn að taka bílpróf, þarf þess ekki. Ég tek ofan fyrir Magnúsi og hans líkum að sýna umhverfisstefnu sína í verki með þessu, þó ég sé ekki sammála öllu sem VG hafa fram að færa í þeim efnum
mbl.is Einn á hjóli hjá VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttir menn á réttum stað á réttum tíma

Þetta kalla ég að nýta námskeiðið. Allir mennirnir klárir á staðnum þegar útkallið kom og aukamannskapur líka.

mbl.is Eldur kom upp í einbýlishúsi á meðan slökkviliðsmenn voru á námskeiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það á ekki að bögga sýsla!

Mér finnst þetta nú frekar harður dómur, hvað ef það hefði verið einhver almúgamaður sem svona hefði verið brugðið fæti fyrir?
mbl.is Sex mánaða fangelsi fyrir að bregða fæti fyrir sýslumann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í anda nasisma???

Vilja Tryggingafélögin kannski fara að flokka fólk með aðferðum Hitlers? Ef þú getur ekki afsannað með öllu tengingu við ýmsa sjúkdóma ert þú sjálfkrafa í áhættuhóp og skalt greiða hærra iðgjald ef þú færð tryggingu yfirleitt. Kári klári og hans líkar fá eflaust nóg að gera við að gefa út vottorð .
mbl.is Læknafélagið: Reynt að skipta þjóðinni upp í hreinan kynstofn og hina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Liggur mönnum virkilega svona mikið á?

Það er með hreinum ólíkindum hve umferðarhraði er mikill og eins og vega- og gatnakerfi þessa lands er uppbyggt er þessi hraðakstur arfavitlaus. Ef maður heldur sig á löglegum hraða þarf maður sjaldnar að slá af eða stoppa á ljósum og þess háttar. Ég hef marg oft prófað þetta. Um nokkurra ára skeið ók ég milli Reykjavíkur og Selfoss vegna vinnu, uþb 50km leið. Ég tók margoft tímann, og oft var ég seinn fyrir. Ég fann það út að það sem ég fékk út úr því að keyra á 110+ var stress, aukin eldsneytiseyðsla, meira slit á bíl og aukin áhætta. Enginn tímasparnaður vegna þess að ég þurfti endalaust að vera að hægja á mér fyrir aftan bíla sem hægar fóru og ekki var hægt að komast framúr vegna bíla sem komu á móti eða aðstæður vegarins gáfu ekki tilefni til framúraksturs. En ég var "heppinn". Ég slapp nefnilega í gegnum þessar ferðir mínar slysalaust og án þess að fá hraðasekt. Þess vegna segi ég að rétta leiðin til að komast fljótt og örugglega á áfangastað er að halda löglegum hraða og vera ekkert að stressa sig við framúrakstur þó bíllinn sem er fyrir framan þig keyri kannski 10 km hægar en þú. Hann nær þér aftur á næstu gatnamótum.
mbl.is 23 teknir fyrir hraðakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vit í þessu

Þetta er athyglisverð aðferð til að ná fólki út úr bílflökum og ef rétt er staðið að mun fljótlegri en klippurnar. Vonandi tekst slökkviliðinu að þróa þetta enn frekar og breiða þessa aðferð svo út um landið. En best væri að það tækist að fækka slysunum í umferðinni svo ekki þurfi oft að beita þessum aðgerðum. Sýnum aðgát í umferðinni og komum heil heim á heilum bílum.
mbl.is Bílar rifnir í sundur til að bjarga mannslífum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Meterinn

Meterinn

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson
Bílstjóri og bullari af lífi og sál

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 20-02-08_16082
  • ...tur_sa_nyji
  • ...crerokee2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband