Færsluflokkur: Ferðalög

Flúðir

Við fjölskyldan fórum á Flúðir um helgina. Það leit ekki sem best út þegar við komum á föstudagskvöldið, það var eiginlega allt fullt á tjaldsvæðinu. Fundum þó loks blett sem hægt var að koma tjaldvagninum fyrir á. Áttum þarna notalega helgi, horfðum á traktorstorfæruna sem er alger snilld, sérstaklega þar sem traktorarnir eru af minni gerðinni og komnir til ára sinna flestir. Frábært að sjá hvernig menn göslast í ánni á þeim og eru búnir að færa loftinntökin upp svo þeir geta farið svo djúpt í ánni að aðeins toppurinn á veltigrindinni stendur uppúr. Brennan var líka ágæt, svolítið fljót að falla, en svona er það bara, það má víst ekki nota neitt á brennuna nema lyftarabretti og kassatimbur sem brennur hratt og mengar lítið. Þakka Flúðamönnum og þeim sem þarna voru fyrir notalega helgi.
mbl.is Margt um manninn á Flúðum um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Meterinn

Meterinn

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson
Bílstjóri og bullari af lífi og sál

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 20-02-08_16082
  • ...tur_sa_nyji
  • ...crerokee2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband