22.3.2007 | 00:32
Virðum umferðarreglur
Þriggja bíla árekstur í Keflavík; engin alvarleg meiðsl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2007 | 23:24
Umferðin.
Annað banaslys ársins í umferðinni er staðreynd. Kona á besta aldri látin eftir harðan árekstur jeppa og vörubíls. Kona sem lætur eftir sig fjölskyldu og vini sem eiga um sárt að binda og vil ég votta þeim innilega samúð mína.
Það er ekki mitt verk að kryfja til mergjar hvað gerðist í þessu tiltekna slysi, það gera aðrir til þess bærir menn. Eflaust eru margir áhrifaþættir þar að verki. En af hverju þarf umferðin að taka þennan mikla toll? Er virkilega engin leið að afstýra þessu? Ég hef verið að hugsa um þetta lengi. Vissulega er hægt að fækka slysum. Sum óhöpp og slys í umferðinni gerast á svo stórfurðulegan hátt að það er ekki hægt að ímynda sér annað en að það fólk sem á hlut að máli viti ekkert út á hvað það gengur að keyra bíl. Hegðun sumra í umferðinni er með ólíkindum. framúrakstur við stórhættulegar aðstæður að því að virðist til þess eins að leyfa þeim sem farið er framúr að sjá hvernig bíllinn sem hann sá framendann á í baksýnisspeglinum lítur út að aftan. Að minnsta kosti er það oft þannig að það græðast kannski u.þ.b 2 bíllengdir á næstu vegamótum. Hraðakstur er annað. Er ekki betra að koma örlítið of seint en að koma ekki? Svona má lengi telja. Oft sér maður það í umferðinni að fólk er alls ekkert með hugann við það sem það er að gera, alls konar aukabúgreinar við aksturinn, tala í símann, jafnvel lesa eða skrifa sms, borða, leita að geisladiskum, stilla útvarpið og svona mætti lengi telja. Ég vil taka það sérstaklega fram að ég gæti allt eins verið að lýsa sjálfum mér. Ég hef gerst sekur um alla þessa hluti og það oftar en einu sinni. En sem betur fer hef ég komist upp með það og sloppið ennþá, en hver veit hversu lengi það verður?
Íslenska Vegakerfið er kafli út af fyrir sig. Af hverju eru vegir byggðir þannig upp nú til dags að það eru engar vegaxlir? jú reyndar er það svo að nýjir vegir í dag eru víst u.þ.b. einum og hálfum metra breiðari en þeir voru þegar það tíðkaðist að hafa axlir. en það er alls ekki nóg. Ef bíll bilar eða þarf að stoppa úti í kanti af einhverjum orsökum er enginn möguleiki að komast út úr aksturslínunni, heldur verður til hindrun sem getur valdið stórslysi. Fjölfarnar leiðir eins og Suðurlandsvegur og Vesturlandsvegur eru löngu sprungnar undan álagi á meðan stórfé er lagt í gangagerð fyrir ca 1000 manna byggðarlög. Margt fleira mætti telja upp og hver veit nema ég geri það einhvern tíma seinna, en niðurstaðan er sú að ég er þess fullviss að með því að fólk fari nú að taka sig saman í andlitinu og hafa hugann við aksturinn og haga honum eftir aðstæðum getum við flýtt fyrir því að slysunum fækki. Við höfum ekki efni á því að bíða eftir að stjórnvöld fari að forgangsraða rétt í samgöngumálum. Ökum varlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.3.2007 | 22:23
Ógeðfelld íþrótt
Nautabani slasaðist alvarlega á Fallas-hátíðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.3.2007 | 22:06
Enn eitt slysið
Bílslys á Suðurlandsvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2007 | 16:06
Sorglegt
Banaslys í Hörgárdal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.3.2007 | 15:47
Erill
Þrjú umferðaróhöpp á Suðurlandi í gær og nótt; mikill erill undanfarið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.3.2007 | 15:48
Sýnum aðgát
Bílvelta í Kömbunum; önnur við Litlu kaffistofuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2007 | 15:53
Beltin bjarga
Bíllinn fór fjórar veltur en ökumann sakaði ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.3.2007 | 13:49
Frábært...
Ekkert banaslys í umferðinni það sem af er árinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.3.2007 | 13:34
Þá vitum við það...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Meterinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar