Góðir.

Það er húmor í þessu. Þeir hafa kannski verið að hefna sín fyrir að löggan hafi einhvern tíma klippt af bílnum hjá þeim. En þeir á Litla-Hrauni hafa verið snöggir að stansa nýjar plötur og senda norður.
mbl.is Stálu númeraplötum af lögreglubílum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn bilaður

Fyrr má nú vera bilunin, í fyrsta lagi hegðunin í umferðinni og svo að skjóta á manninn sem tók mynd af þessarri hegðun.

mbl.is Ökuníðingur skaut á mann sem tók mynd af honum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ææ

Ég sárvorkenni konugreyinu. Sjálfur er ég nýlega staðinn upp úr ökklabroti sem tók 4 mánuði að gróa. Ég óska Dorrit góðs bata.
mbl.is Dorrit lærbrotnaði í skíðaslysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu lengi?

 Hversu lengi á að halda innanlands flugsamgöngum á Íslandi í óvissu út af þessum blessaða flugvelli?

 Fyrir nokkrum árum síðan vann ég við gagngera endurbyggingu á flugvellinum sem kostaði mikið fé og þótt þá hafi verið kosið í Reykjavík um hvort völlurinn ætti að fara eða vera og rétt rúmlega helmingur af 25% kosningabærra Reykvíkinga völdu að völlurinn færi árið 2016 trúði því enginn að það myndi verða. Ég trúi því ekki enn að framkvæmd sem tók tæp þrjú ár og kostaði einhverja milljarða eigi ekki að standa nema í 15 ár.  Það er heldur ekki rétt að aðeins Reykvíkingar ákveði hvort þessi aðal samgönguleið landsbyggðarinnar við Reykjavík eigi að fara eða vera. Það er allavega ljóst mál að ef innanlandsflugið verður flutt til Keflavíkur eins og talað hefur verið um verður enginn sparnaður í tíma að fljúga innanlands, sama hvaðan af landinu verið er að koma.


mbl.is Hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrar hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafa lengra bil á milli bíla

Það er merkilegt að menn skuli þurfa að troðast svo nærri hver öðrum að ef einn stoppar lendir öll strollan í afturendanum hver á öðrum
mbl.is Engan sakaði í fjögurra bíla árekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víða svona.

Þetta er þekkt ástand víða um land. Á smærri sundstöðum sérstaklega upp til sveita eru jafnvel allt niður í börn á fermingaraldri ein á vakt þegar lítið er að gera. Þetta er sannarlega ábyrgðarleysi af stjórnendum sundstaða því þessir krakkar geta lítið gert ef eitthvað kemur uppá. Og reyndar er alveg sama hvort um er að ræða börn eða fullorðna, ein manneskja getur ekki fylgst nægilega með hvað er að gerast og brugðist við öllu. Hvað gerir hún/hann til dæmis ef það koma 10 manneskjur í einu að kaupa sig ofaní og á sama tíma er eitthvað að gerast úti í laug?
mbl.is Hættulegt að fara í sund?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúleg spenna.

Þessi keppni var ótrúlega spennandi. Ég er svona spurningakeppnafrík og reyni að horfa á Gettu betur og meistarann þegar ég get. Þannig var litlu sambandi hægt að ná við mig í gærkvöldi þar sem ég sat límdur fyrir framan sjónvarpið og horfði fyrst á Gettu betur og síðan á Meistarann á Stöð 2+ (alger snilld þessi klukkutíma seinkun á sjónvarpsstövunum). Ég skal ekki segja um hvort það hafi verið einhver feill í dómgæslunni hjá Davíð Þór, vafaatriði kannski, en er ekki rétt að keppendur njóti efans? Ef ég man rétt var alltaf reglan í þríþrautinni að ekki mátti þrýsta á bjölluna fyrr en allar myndirnar voru komnar og spurningin hafði verið borin upp, en hvort búið er að breyta þeirri reglu veit ég ekki, allavega var Sigmar rétt byrjaður að bera upp spurninguna þegar MK hringdi. Það hefur síðan alltaf verið reglan þegar spunnið er svona kringum spurninguna að ef rétt svar kemur er það látið gilda þó einhver vitleysa hafi komið fram áður. Til hamingju MK og MR

mbl.is MK og MR mætast í úrslitum Gettu betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðilegar tölur

Þetta eru hræðilegar tölur og sýna vel hvað er að gerast í umferðinni. Í bloggi mínu í gær setti ég fram ýmislegt sem betur mætti fara í umferðinni og lýsti mig sjálfan ekkert betri en hina í þeim efnum. En einu gleymdi ég, sennilega af því að ég hef aldrei gerst sekur um það sjálfur. Það er akstur undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna. Um það er bara eitt að segja, Það er hrein og klár tilraun til manndráps. Fólk sem gerir slíkt á alls ekki að hafa réttindi til að aka bíl og ætti að fá refsingu sem virkilega svíður undan. Fólk gerir þetta nefnilega ekki óvart. Ef maður er ekki viss er minnsta málið að láta einhvern skutla sér á næstu lögreglustöð til að fá að blása. Svo fást svona mælar líka á bensínstöðvum. Nú ef það er ekki hægt, þá er bara að bíða þar til maður er alveg viss um að vera edrú.
mbl.is Gríðarleg fjölgun banaslysa í umferðinni í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Meterinn

Meterinn

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson
Bílstjóri og bullari af lífi og sál

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 20-02-08_16082
  • ...tur_sa_nyji
  • ...crerokee2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband