Ótrúleg spenna.

Þessi keppni var ótrúlega spennandi. Ég er svona spurningakeppnafrík og reyni að horfa á Gettu betur og meistarann þegar ég get. Þannig var litlu sambandi hægt að ná við mig í gærkvöldi þar sem ég sat límdur fyrir framan sjónvarpið og horfði fyrst á Gettu betur og síðan á Meistarann á Stöð 2+ (alger snilld þessi klukkutíma seinkun á sjónvarpsstövunum). Ég skal ekki segja um hvort það hafi verið einhver feill í dómgæslunni hjá Davíð Þór, vafaatriði kannski, en er ekki rétt að keppendur njóti efans? Ef ég man rétt var alltaf reglan í þríþrautinni að ekki mátti þrýsta á bjölluna fyrr en allar myndirnar voru komnar og spurningin hafði verið borin upp, en hvort búið er að breyta þeirri reglu veit ég ekki, allavega var Sigmar rétt byrjaður að bera upp spurninguna þegar MK hringdi. Það hefur síðan alltaf verið reglan þegar spunnið er svona kringum spurninguna að ef rétt svar kemur er það látið gilda þó einhver vitleysa hafi komið fram áður. Til hamingju MK og MR

mbl.is MK og MR mætast í úrslitum Gettu betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bendi málefnalegri bloggfærslur um málið á http://jarni.blog.is/blog/jarni/entry/155816/

Silli (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Meterinn

Meterinn

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson
Bílstjóri og bullari af lífi og sál

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 20-02-08_16082
  • ...tur_sa_nyji
  • ...crerokee2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 549

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband