Verslunarmannahelgin að baki.

Jæja, Þá er enn ein verslunarmannahelgin að baki. Allt virðist hafa farið vel fram og allir þokkalega ánægðir. Skelfilegt er þó þetta banaslys sem varð í umferðinni í morgun. Þar virðist greinilegt að ungur maður gat ekki hlýtt umferðareglum og galt fyrir það með lífi sínu. Ég votta hér með öllum sem eiga um sárt að binda vegna þessa innilega samúð mína. Það er einlæg von mín að við berum gæfu til að fækka svona slysum svo um áramót verði eins stafs tala á skiltinu fræga í Svínahrauni. Er það ekki markmið sem vert er að keppa að?

Flúðir

Við fjölskyldan fórum á Flúðir um helgina. Það leit ekki sem best út þegar við komum á föstudagskvöldið, það var eiginlega allt fullt á tjaldsvæðinu. Fundum þó loks blett sem hægt var að koma tjaldvagninum fyrir á. Áttum þarna notalega helgi, horfðum á traktorstorfæruna sem er alger snilld, sérstaklega þar sem traktorarnir eru af minni gerðinni og komnir til ára sinna flestir. Frábært að sjá hvernig menn göslast í ánni á þeim og eru búnir að færa loftinntökin upp svo þeir geta farið svo djúpt í ánni að aðeins toppurinn á veltigrindinni stendur uppúr. Brennan var líka ágæt, svolítið fljót að falla, en svona er það bara, það má víst ekki nota neitt á brennuna nema lyftarabretti og kassatimbur sem brennur hratt og mengar lítið. Þakka Flúðamönnum og þeim sem þarna voru fyrir notalega helgi.
mbl.is Margt um manninn á Flúðum um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttast væri

Að loka unglinginn inni í skáp á 18 ára afmælisdaginn og geyma hann þar þangað til hann verður 23. Hann gerir þá engan óskunda á meðan og vandamálin leysast af sjálfu sér.

 Nei, það sér það hver einasti maður að þetta er ekki hægt. En það er heldur ekki hægt að dæma allan hópinn fyrir syndir nokkurra einstaklinga. Það er álíka og að dæma alla múslima til dauða af því að Osama bin Laden sé illmenni. En þessi hátíð er ekki eina dæmið um svona framkomu gagnvart unga fólkinu. Ég heyrði um daginn sögu um ungt par með tvö lítil börn sem ætluðu í útilegu. Á þremur tjaldsvæðum var þeim vísað frá vegna þess að þau tilheyrðu þessum "stórhættulega" aldurshópi. Það var ekkert tillit tekið til þess að þau væru fjölskylda, par með tvö börn. Mér finnst svona ávarðanir byggðar á fordómum og engu öðru.  


mbl.is Aldurshópurinn 18-23 ára fær ekki aðgang á tjaldstæðum á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þolinmæði.

Þetta held ég hljóti að vera hámark þolinmæði og þrautseigju. En blessaður karlinn hlýtur að vera nautheimskur.
mbl.is Féll í 38. sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að ekki fór verr

Þó bíllinn sé talsvert skemmdur er það mikil gæfa að enginn hafi slasast. Blessaðir malarvegirnir geta verið hættulegir ef menn eru ekki við öllu búnir. Ég er þó þeirrar skoðunar að það verði að halda í þá suma, þó ekki sé nema til að nota fyrir rallýkeppnir og smá útrás fyrir okkur vitleysingana sem hafa gaman að því að aka á þeim. Ég tel líka að það þurfi að vera hluti af ökunámi að aka á malarvegum og kynnast því hvernig bregðast á við ef bíllinn skrikar í lausamöl.
mbl.is Bílvelta við Gjábakkaveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýnum aðgát.

Ég er bara nokkuð stoltur af okkur ökumönnum þessa dagana. Flestar fréttir úr umferðinni eru að hún gangi vel og slysum hafi fækkað. Talan á skiltinu í Svínahrauni hefur ekki hækkað frá því í Mars. Ég sjálfur finn fyrir meiri tillitsemi og þolinmæði í umferðinni. Á dögunum lenti ég í því að trailer sem ég ók bilaði á vægast samt slæmum stað, á miðri Höfðabakkabrúnni hrökk bíllinn skyndilega úr gír og vildi ekki í hann aftur. Ég gat með naumindum látið bílinn renna afturábak út af gatnamótunum og lokaði einni og hálfri akrein í u.þ.b. 3 klst þar til bíllinn var dreginn burtu. Þetta gerðist rétt uppúr kl 16.00 þannig að þetta var á mesta umferðartíma, og ég dáist að því hversu vel umferðin gekk þrátt fyrir þrengingarnar, fólk dólaði fram hjá mér í rólegheitum og ekki einn einasti bíll flautaði á mig. En lögregluna sá ég ekki fyrr en eftir tvo tíma. Ég vil þakka öllum fyrir tillitsemina og lögregluþjónunum þremur sem komu á staðinn fyrir að loka gatnamótunum á meðan dráttarbíllinn bakkaði að og tengt var á milli svo við kæmumst af stað. 

     Að lokum: Höldum slysalausa hvítasunnuhelgi og ökum varlega. 


mbl.is Talsverð umferð frá höfuðborginni, en gengur vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýnileg hvað?

Ég varð nú lítið var við þetta aukna eftirlit í fyrradag þegar ég var á ferðinni á fulllestuðum trailer um ein stærstu gatnamót borgarinnar. Bíllinn bilaði á miðjum gatnamótum og ég gat með naumindum látið hann renna afturábak þannig að ég lokaði ekki fyrir alla umferð. Ég var búinn að vera þarna í uppundir 2 klst þegar ég sá loksins lögreglubíl. En þeir stoppuðu þó hjá mér og aðstoðuðu mig með því að loka gatnamótunum rétt á meðan bíllinn var hengdur aftaní annan bíl og dreginn í burtu. Þakka lögreglunni fyrir það en hefði viljað sjá þá fyrr þó ég hafi ekki hringt sjálfur í þá.
mbl.is Negldir á nagladekkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hengja bakara fyrir smið

Það er alveg stórmerkilegt með mótmælendur, (þá meina ég ekki mótmælendatrúar). Þegar verið er að mótmæla einhverjum framkvæmdum eins og þarna í Álafosskvosinni, og skemmst er að minnast mótmælum við Kárahnjúka sl. sumar, þarf alltaf að ráðast á vinnuvélar og búnað í eigu verktakanna sem framkvæma verkið. Þeir eru bara að framkvæma verkefni sem þeim hefur verið falið að gera, en eiga engan þátt í ákvarðanatöku.  Svona hegðun veldur verktökum gríðarlegu tjóni, ekki bara kostnaður við viðgerð á tækinu og tafir í þessu verkefni heldur líka í öðrum verkefnum á þeirra vegum. Vélin er kannski í þessu verki í dag, en þarf að sinna einhverju allt öðru verkefni annars staðar á morgun, og það veldur töfum á því verki og þannig getur boltinn rúllað. Skaðinn er minnstur fyrir verkkaupann því verktakinn skuldbindur sig til að ljúka verkinu á ákveðnum tíma og skaffar til þess tæki og tól. Þess vegna er með svona skemmdarverkum verið að hengja bakara fyrir smið og ráðast á þá sem "bara vinna þarna".
mbl.is Skora á skemmdarvarga að gefa sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýir vendir sópa best

Þingmannaraunir eru miklar í nótt. Menn detta inn og út, ríkisstjórnin fellur og rís upp aftur. Ég er á þeirri skoðun að best sé fyrir þjóðina að hún haldi velli. En nýjum mönnum fylgja nýjar áherslur og ég vona að hvernig sem allt fer eigum við eftir að horfa á enn betri tíma en hingað til.
mbl.is Tuttugu og tveir nýir þingmenn þegar rúmlega helmingur atkvæða hefur verið talin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öryggisbúnaður

Það er ljóst að þarna hafa bílbelti og barnastólar bjargað því að ekki fór verr.  Notum viðeigandi barnastóla fyrir það dýrmætasta sem við eigum, börnin okkar, og spennum sjálf beltin þannig að við eigum meiri möguleika á að vera með börnunum okkar. 

 Að lokum: Eftir einn ei aki neinn. 


mbl.is Harður árekstur í Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Meterinn

Meterinn

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson
Bílstjóri og bullari af lífi og sál

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 20-02-08_16082
  • ...tur_sa_nyji
  • ...crerokee2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband