Við hristumst enn.

Núna rétt fyrir klukkan 22 komu nokkrir þó nokkuð snarpir kippir. Þetta minnir mig helst á þegar ég var að vinna í Sultartanga og við fundum fyrir sprengingunum  i skurðinum og í göngunum inn í kamp. Þetta er svona heldur meira, sprengingarnar komu ekki svona ört, en virkar svipað. Ég hef nú ekki trú á að það þurfi að hafa miklar áhyggjur,  nú fáum við hér á Selfossi aðeins að finna fyrir því sem Hvergerðingar þekkja hvað best, allavega sagðist einn vinnufélagi minn í Kárahnjúkum alltaf fá heimþrá þegar hann fann fyrir skjálfta vegna sprenginganna þar.
mbl.is Skjálftahrinan í rénun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já það var hvasst...

Undir Ingólfsfjalli í dag. Ég fékk heldur betur að finna fyrir því. Ég var að vinna á planinu við hina nýju bensínstöð Atlantsolíu hér á Selfossi og já, það var rok. Hvað eftir annað var ég rétt fokinn um koll og þó ég sé bæði lítill og léttur er ég sæmilega stöðugur í vindi. Þegar ég spurði verkstjórann hvort hann myndi sækja mig niður í Tjarnabyggð ef ég fyki ákvað hann að fresta frekari framkvæmdum til morguns, í þeirri  von að  það lægði. 
mbl.is Bíll fauk út af undir Ingólfsfjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

13. Banaslysið.

Enn einu sinni fáum við fréttir af hörmulegu banaslysi í umferðinni. Og enn á blessuðum Suðurlandsveginum. Þó svo að þetta ár sé búið að vera þó nokkuð gott miðað við árin á undan er þetta þó 13 banaslysum of mikið. En með þeim er þó ekki öll sagan sögð. Hversu margir eru alvarlega slasaðir, jafnvel örkumla fyrir lífstíð? Hversu margir eiga um sárt að binda eftir ástvinamissi? Og hvernig líður þeim sem hafa lent í slysi þar sem einhver hefur látið lífið, jafnvel af þeirra völdum?

Vissulega er það átak sem gert hefur verið til að sporna við ölvunar- fíkniefna og hraðakstri mikils virði  og á sjálfsagt þátt í fækkun banaslysa. En það þarf að gera betur. Viðhorf margra í umferðinni þarf að breytast. Frekja og tillitsleysi er mjög ríkjandi þáttur í umferðarmenningunni. Menn halda sig færari ökumenn en þeir í raun eru og vanmeta aðstæður. Allt þetta þarf að breytast. Það er ekki aðstæðum um að kenna þegar illa fer. Hvernig ökumenn bregðast við aðstæðum er það sem skiptir sköpum og getur oft skilið á milli feigs og ófeigs.

Ökum varlega og eftir aðstæðum, ekki eftir áætlaðri getu bíls og bílstjóra (ofmetinni). 


Skrítin hegðun

Það er einkennileg hegðun að stinga af þegar maður hefur lent í því að keyra á eitthvað. menn halda kannski að þeir sleppi við að borga eitthvað, en yfirleitt finnast menn og þurfa að standa fyrir máli sínu, og þá eru menn oftast í verri málum en ef þeir hefðu gefið sig fram strax.

mér finnst skrítið orðalag í fréttinni; ,,Sjónarvottur varð vitni að atvikinu". Ég hef alltaf haldið að sjónarvottur og vitni væri það sama. 


mbl.is Ók á kyrrstæða bifreið og stakk af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð viðbót

Við þyrluflota Landhelgisgæslunnar þar sem TF-SÝN er örugglega sárt saknað eftir áralanga góða þjónustu. Vonandi reynist þessi vel. Nafngiftin Steinríkur er hreint út sagt frábær og vel skiljanleg. Steinríkur heitir Obelix á frummálinu og er ekki skýrskotun í það í einkennisstöfum þyrlunnar, LN-OBX?
mbl.is Ný þyrla Landhelgisgæslunnar komin til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er kominn vetur

Jæja, þá er veturinn skollinn á í allri sinni dýrð. Ég fékk smá forsmekk á það á föstudaginn þegar ég fór yfir Hellisheiðina á trailer með vélavagn aftaní.  Á heiðinni og í Kömbum var talsverð hálka og ekki laust við að kallinn væri smá smeykur á leiðinni niður, enda ekkert grín ef svona ferlíki fara að dansa í hálku. En þegar ekið er miðað við aðstæður, gerð og búnað ökutækis og eigin getu er yfirleitt allt í lagi, svo ég fór bara varlega, lullaði niður Kambana í rólegheitum og hélt mig úti á vegöxlinni svo allir ættu greiða leið framúr ef þeir vildu. Það er nefnilega betra að vera aðeins lengur á leiðinni en koma heill heim heldur en flýta sér og komast kannski alls ekki. Förum því gætilega í snjónum og hálkunni svo við getum notið þess að leika okkur í snjónum eins og ég var að gera í dag með litla guttanum mínum.
mbl.is Enn hált víða um land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað skyldu pundararnir segja?

Ég held þetta yrði ekki leyft á íslenskum vegum. Hvað skyldu annars vera mörg hjól undir vagninum?

Þetta eru víst sjálfkeyrandi vagnar sem hægt er að tengja marga saman, sá svona vagna á Reyðarfirði þegar ég var þar, snilldartæki, en það tekur örugglega tímann sinn að ferðast 12 km með svona æki.


mbl.is 660 tonna steinkirkja flutt í heilu lagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki góðar fréttir

En samt held ég að það sé engin þörf á að hafa stórar áhyggjur af þessu. Hallast að þeirri skýringu að  Þingvallaurriðinn verður allra fiska elstur og kvikasilfursmengun sem er eðlileg vegna náttúruaðstæðna safnast fyrir á langri ævi. Tel ekki líklegt að mengun af mannavöldum geti verið meiri þarna heldur en t.d í Elliðavatni sem er miklu minna vatn og á mesta mengunarsvæði landsins. Þætti þó gaman að vita hvað Össur Skarphéðinsson segir um þetta. Mér finnst þessi flokkun líka mjög skrítin, Stórurriðinn úr Þingvallavatni getur ekki flokkast undir fæðu sem oft er neytt. Til þess veiðist ekki nærri nóg af honum.
mbl.is Kvikasilfur í stórurriða úr Þingvallavatni yfir viðmiðunarmörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurning

Hvort hestakaupmenn í Laufskálarétt þurfa ekki að selja skeifur og járningagræjur með hrossunum?

mbl.is Brotist inn í þrjú hesthús á Blönduósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menningarverðmæti.

Fornbílar sem eiga sér sögu á Íslandi eru menningarverðmæti sem nauðsyn er að bjarga. Það er nefnilega allt of mikið gert af því að farga svona bílum og tækjum. Síðan flytja menn inn fornbíla dýrum dómum, bíla sem enginn þekkir og eiga enga sögu.
mbl.is Soffíu bjargað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Meterinn

Meterinn

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson
Bílstjóri og bullari af lífi og sál

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 20-02-08_16082
  • ...tur_sa_nyji
  • ...crerokee2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband