Já er það ekki.

Þeir verða víst að ná inn aurum fyrir skaðabótunum til Reykjavíkurhrepps blessaðir.
mbl.is Eldsneytisverð að hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auglýsingar á blog.is

Skelfilega finnst mér það frekt af mbl.is að troða auglýsingum inn á bloggsíðurnar.  Auglýsingu sem tekur uppundir fimmtung skjásins, myndin á stöðugri hreyfingu og stelur athyglinni frá bloggsíðunum sjálfum. Jú vissulega eru bloggsíðurnar vinsælar og kjörinn vettvangur fyrir auglýsendur að koma sér á framfæri, en ég er þeirrar skoðunar að bloggarar eigi sjálfir að ákveða hvað birtist á þeirra síðum, (innan ramma laganna að sjálfsögðu), enda er það á þeirra ábyrgð. Ef ég mætti velja myndi ég hafna auglýsingum á minni síðu. Gaman væri að vita hvað öðrum finnst um þetta.  A.m.k. er Birgir Bragason  búinn að lýsa því  yfir á sinni síðu að hann sé hættur að blogga á þessum vef út af auglýsingunni. Ég ætla að láta duga að lýsa yfir óánægju minni og skora á aðra að gera slíkt hið sama. 

Einhvern veginn finnst mér....

...Engin ástæða til að vera að þvælast milli landshluta með krakka vegna fótboltamóts í svona veðri. Þegar almenningur er varaður við að vera á ferðinni er full ástæða til að hætta við svona ferðir. Blessunarlega meiddist enginn, en þrátt fyrir hlýnun jarðar og þá staðreynd að það hefur ekki komið almennilegur vetur á Íslandi í mörg ár er sú staða uppi núna að það er alvöru vetur og þá er rétt að rifja upp hvað menn gerðu við þessar aðstæður fyrr á árum. Þeir sem tóku þá ákörðun að fara þessa ferð miðað við þessa veðurspá ættu að skammast sín. Ég vildi ekki vera í þeirra sporum ef eitthvert barnanna hefði slasast, og hefði mitt barn átt að fara í þessa ferð hefði ég sagt NEI.
mbl.is Rúta fauk af vegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líst vel á þetta.

Þetta verður örugglega frábær sýning. Kór FSu er metnaðarfullur kór og stjórnandinn Stefán Þorleifsson er snillingur á sínu sviði. Ég held að Magni passi vel inn í þennan hóp.

Gaman að segja frá því að kórinn ætlar að leyfa fólki að fá forsmekk af þessu á vísnakvöldi sínu á bolludaginn. 


mbl.is Magni í hlutverk Freddy Mercury
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins loksins

Vetur eins og vetur á að vera á Íslandi. Maður var kominn með hundleið á þessu eilífa hausti sem var búið að standa yfir í mörg ár þegar loksins kom Sumar eins og við viljum hafa það, sólríkt og hlýtt og síðan Vetur með snjó og frosti. Þetta er ÍSLAND.


mbl.is Slæmt veður víða um land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálka.

Já, það er búið að vera hált í dag. Ég er búinn að vera að keyra grús úr Ingólfsfjalli í grunn hér á Selfossi í dag og það má segja að eini hluti leiðarinnar sem var sæmilega keyrandi vegna hálku hafi verið leiðin frá hringtorginu við Toyota og upp í námu. Sólbráðin gerði það að verkum að þar sem snjóþekja var  var barasta flughált og þurfti að gæta ýtrustu varúðar ef ekki átti illa að fara.

Því segi ég; Akið varlega og passið ykkur á hálkunni. 


mbl.is Hálka á Hellisheiði og í Þrengslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Moka, moka, moka, moka, moka meiri snjó.....

Já maður hefur heldur betur fengið að finna fyrir því að það er kominn snjór. búinn að vera að moka á fullu til kl 11 í gærkvöld og 11.30 í kvöld. Traktorsgrafan hjá okkur hefur stoppað ca 3 klst síðan kl 04.00 í gærmorgun. Verst er að mest öll önnur vinna liggur niðri á meðan.
mbl.is Fannfergi á Suðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt ár- Hugleiðing.

Við áramót verður manni það stundum á að hugsa. Hverju hefur maður nú áorkað á liðnu ári? Hvað ber hið nýja í skauti sér? Að hverju ber að stefna? Það er auðvelt að verða háfleygur í svona pælingum, en ég nenni því varla. Nú, Ég byrjaði í nýrri vinnu snemma á árinu, hjá fyrirtæki sem mér líkar vel að vinna hjá og finnst ég hafa metnað til að gera mitt besta fyrir þó það hafi kannski gengið upp og ofan. Ég allavega reyni.

  Ég kláraði að setja upp nýjar vindskeiðar á húsið mitt,  nokkuð sem byrjað var á árið 2006, en vegna fótbrots og fleira var ekki hægt að klára það. Þetta var reyndar búið að standa til í nokkur ár, þær gömlu höfðu þann leiða sið að leggja á flótta þegar snjór lagðist of þungt á þær í hláku, helst þegar nýbúið var að hengja upp jólaseríur. Einnig kláraði ég að mála vindskeiðarnar, gluggana og undir þakskeggið svo að núna í fyrsta sinn í mörg ár eru bara tveir litir á húsinu, hvítur og brúnn. Svo gerði ég óvenju mikið í garðinum í sumar, þrátt fyrir mikla vinnu og nokkrar góðar útilegur. 

  Ég verð þó að vera stoltastur af því afreki mínu á liðnu ári að hafa byrjað að syngja aftur með Karlakór Selfoss eftir 20 ára kórleysi. Ég hef alltaf talið mér trú um að ég hafi ekki tíma fyrir svona lagað, það átti kannski við rök að styðjast þegar ég var að vinna úti á landi og varði 2/3 hluta af tíma mínum fjarri heimabyggð. En þegar maður kemur alltaf heim á kvöldin hefur maður alltaf tíma fyrir svona lagað, og það að gera eitthvað utan vinnu og heimilis veitir manni vissa lífsfyllingu.

  Önnur stórvirki man ég nú ekki eftir að hafa gert á liðnu ári nema reynt að halda dampi í lífsins ólgusjó, og ætli það verði ekki stærsta verkefni nýs árs. Að komast skammlaust frá hlutunum og gera sitt besta.

   Ég hef oft talað um umferðarmál á þessu bloggi og ég verð að segja að ég get hugsað til síðasta árs með nokkurri gleði þar sem okkur tókst að fækka verulega banaslysum í umferðinni. 15 manns látnir er þó 15 of mikið. Nú verður skiltið í Svínahrauninu núllstillt og það er von mín að þessi fallega setning ,,Enginn látinn á árinu" fái að standa þar sem allra lengst. Ökum því varlega, Þessi þjóð hefur ekki efni á þeim fórnum sem umferðinni eru færðar ár hvert, bæði í mannslífum og einnig í heilsu fólks, þeirra sem lifa slysin af en eru kannski örkumla fyrir lífstíð.

GLEÐILEGT NÝTT ÁR.


Svona á að gera þetta

Til hvers að bíða með þetta ef öll málsatvik liggja fyrir. Dómurinn er skilorðsbundinn svo afplánun hefst strax og maðurinn þarf bara að hafa sig hægan í mánuð. Hann var búinn að borga skaðabætur þannig að nú er bara að vona að hann læri af þessu öllu saman.
mbl.is Sló á laugardag - dæmdur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir mæðast í mörgu...

Slökkviliðsmennirnir á höfuðborgarsvæðinu, en það hlýtur að vera óalgengt að þeir lendi í skógarhöggi.
mbl.is Stórt grenitré lét undan veðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Meterinn

Meterinn

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson
Bílstjóri og bullari af lífi og sál

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 20-02-08_16082
  • ...tur_sa_nyji
  • ...crerokee2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband