Ekkert nýtt.

Þetta er ekkert nýtt. Við Selfyssingar höfum notið góðs af samkeppni í bensínverði allt frá því að Orkan og ÓB opnuðu þar. Rekstrarstjóri Esso sem þá var hamraði á yfirmönnum sínum og fékk að lækka verðið hjá sér, þá fylgdi Olís í kjölfarið, hinir lækkuðu aftur og svo framvegis. Þetta gekk um langa hríð allt þar til í vor þegar olíufélögin ,,misskildu" nýjar reglur um bensíngjald. Þegar vitleysan var leiðrétt fór verðið á Selfossi upp í það sama og í bænum. Nú virðist sem sagt að leikurinn sé byrjaður aftur og ekkert nema gott um það að segja. Svona á heiðarleg samkeppni að virka og vonandi gengur þetta sem lengst, þó þetta sé sennilega eina dæmið um heiðarlega samkeppni hjá olíufélögunum.
mbl.is Góð eldsneytiskaup á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það hlaut að vera.

Það hlaut að vera ástæða fyrir brennisteinsfnyknum við Markarfljótið í fyrrinótt og líka í nótt þó hann hafi verið heldur minni þá. Þetta var eins og á góðum degi á Hellisheiðinni.
mbl.is Aukin leiðni í Markarfljóti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

5 tíma ferðalag.

Það kom sér vel að við hjá Suðurverk værum að vinna hérna á sandinum og höfðum tök á að aðstoða. Sá sem fór í leiðangurinn sagði að það hefði ekki veitt af að vera á vél af þessarri stærð, en þessi hjólaskófla vegur 56 tonn og er að ég held sú stærsta á landinu. Ferðalagið frá búðunum inn í Mörk og til baka tók um 5 tíma. 


mbl.is Rúta dregin upp úr Krossá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort skyldi vera hagkvæmara?

Að grafa göng undir Vaðlaheiði þar sem hámarksumferð á einum degi árið 2008 var 4351 bíll eða tvöfalda Suðurlandsveg þar sem hámarksumferð á einum degi árið 2008 var 15085 bílar? Ég held að svarið sé einfalt. Eins ef verið er að tala um mannaflsfrek verkefni þá skapar gerð jarðganga störf fyrir ca 50 manns hámark, en svona langur vegarkafli getur hæglega skapað mun fleiri störf.


mbl.is Vilja forgangsraða aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ekki flókið.

Það ætti ekki að vera flókið fyrir olíufélögin að skila þessum þjófstolnu peningum aftur. Þeir vita nákvæmlega hversu mikið bensín þeir seldu á umræddu tímabili. Allt dælukerfið er tölvustýrt og stjórnað frá einum stað í hverju olíufélagi. Það sem þeir ættu að gera er að lækka verðið um 12.50 kr á lítra í viðbót á meðan þeir selja þann lítrafjölda sem þeir hafa selt á háa verðinu. Þannig skila þeir reyndar peningunum kannske ekki akkúrat til réttra aðila, en nær því verður ekki komist. A.m.k fara peningarnir til sama hóps og þeir komu frá þ.e.a.s. til bíleigenda. 
mbl.is Skeljungur og Orkan endurgreiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússar hirða Opel... aftur.

Í seinni heimstyrjöldinni hernámu rússar verksmiðjur Opel og framleiddu þar Moskvitz bíla í mörg ár. Notuðu hönnun Opel og tæknibúnað. Kannski sjáum við nýjan Moskvitz út úr þessum viðskptum.
mbl.is Rússar vilja Opel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta verður flott.

Það er engin hætta á öðru en þetta verði flottir tónleikar. Sonur minn er félagi í kórnum og hann segir að svo verði.
mbl.is Frá Queen til Gunna Þórðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þau gleyma einu...

...mikilvægu atriði. Frá því að bankahrunið varð hafa gengislækkanir valdið því að verð á allri nauðsynjavöru hefur hækkað stórlega. Það þýðir allavega í mínu tilfelli að mun hærri hluti launanna fer í daglega neyslu, mat, hreinlætisvörur, föt, rekstur bíls og þess háttar. Annars get ég víst ekki kvartað, mínar tekjur hafa aukist síðan í haust , ég er í tryggri vinnu og lánin mín hafa víst bara hækkað hólega miðað við allt annað.  En mér finnst þessi úrræði samt ekkert nema yfirklór og ávisun á meiri vandamál hjá fólki.
mbl.is Aðgerðirnar eru taldar duga flestum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju.

Að slá í gegn í jarðgöngum er stór áfangi fyrir þá sem við það vinna, það hef ég reynt sjálfur. Það er ólýsanleg tilfinning að sjá að í staðinn fyrir bergvegginn sem maður er búinn að hafa fyrir framan sig mánuðum saman eru allt í einu komin áframhaldandi göng. Samt er mikið verk eftir, það þarf að styrkja bergið, þétta leka og svo framvegis. Ég óska starfsmönnunum við gangagerðina og íbúum þarna á svæðinu innilega til hamingju.
mbl.is Slegið í gegn á skírdag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Meterinn

Meterinn

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson
Bílstjóri og bullari af lífi og sál

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 20-02-08_16082
  • ...tur_sa_nyji
  • ...crerokee2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband