Selfossar?

Ég skoðaði lýsinguna á mbl.is og rak þar augun í þetta orðskrýpi á tveimur stöðum. Selfoss fallbeygist svona: Hér er Selfoss, um Selfoss, frá Selfossi til Selfoss. EKKI Selfossar. Þetta er þó nokkuð algeng málvilla hjá ungu fólki, jafnvel hér á Selfossi.


mbl.is „Höfum alltaf tapað hérna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott.

Hver veit nema ég eigi eftir að fá að taka þessa græju til kostanna.
mbl.is Hjólaskóflukaup til marks um betri tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta kemur ekki á óvart.

Þetta þarf engum að koma á óvart. Þrátt fyrir að mikið hafi verið gert til að hefta sandfok fyrir ofan höfnina er og verður alltaf sandfok í fjörunni. Við sem unnum við þessa framkvæmd þekkjum það. Bílar og tæki Suðurverks eru mörg hver mjög illa farin eftir sandblástur og eina óveðursnóttina brotnuðu rúður í yfir 20 tækjum þarna á svæðinu. Ég er hissa á að maðurinn hafi ekki tekið eftir skiltinu sem þarna er, það er talsvert stórt og áberandi, fyrir utan það að einhvern veginn er það svo ef maður skoðar aðeins aðstæður þarna við höfnina að það ætti ekki að þurfa neitt skilti, svo áberandi er sandurinn þarna og á sífelldri hreyfingu.
mbl.is Bílar skemmdust í sandfoki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðgát.

Það er virkilega gaman að skreppa og skoða eldgosið og ágætt útsýni úr Fljótsdalnum rétt innan við Þórólfsfell. Ég fór þangað í gærkvöldi rétt um það bil sem skyggja tók og sá gosstöðina mjög vel. Kom á óvart hvað þetta er nærri Básum og því svæði. En hraunfossinn sést ekki þaðan, til þess að sjá hann þarf maður að fara talsvert lengra og það er sennilega ekki gott að vera að þvælast það á bílum á þessum árstíma enda leiðin auglýst lokuð inn í Emstrur. En í gærkvöldi var mjög mikil umferð þarna og nokkuð ljóst að vegurinn inn Fljótshlíðina ber engan veginn svona mikla umferð, síst af öllu malarkaflinn þarna innfrá sem er eiginlega einbreiður og þarf að fara mjög gætilega við mætingar. En hvort sem farið er þarna inn í Fljótshlíð og skoðað úr fjarska eða austur að Skógum og gengið þaðan farið á sleða yfir Sólheimajökul þá held ég að það hættulegasta við svona ferð sé í raun og veru það sem við þurfum öll að kljást við upp á hvern dag, þ.e.a.s umferðin og vegakerfið. Því allar viðvaranir og upplýsingar varðandi gosið eru um að gæta sín á eitruðum lofttegundum, hraunrennsli, ösku, glóandi hraunmolum sem fljúga, veðri á fjallinu og þess háttar. En enginn varar við því að svona mikil umferð misviturra ökumanna sem gæta misvel að sér er STÓRHÆTTULEG. Í Guðs bænum farið því varlega alveg frá því þið farið að heiman og alveg þangað til heim er komið og ekki bara þegar þið farið að skoða gosið, heldur ALLTAF.
mbl.is Örtröð bíla í Fljótshlíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raunhæf framtíðarsýn?

Já það held ég. Ef framþróun í bílum sem ganga fyrir öðrum orkugjöfum en jarðefnaeldsneyti verður eins og vonir standa til verður þetta alveg hægt. Og ef þau áform sem uppi eru um að framleiða rafhlöður og setja saman rafbíla hér á landi eru allar forsendur fyrir því að Íslendingar geti orðið leiðandi á þessu sviði. Nú þegar er byrjað að breyta bílum hérlendis svo þeir geti gengið fyrir metani, en lög og reglur þvælast fyrir því að það sé hagkvæmt að breyta nýjum bílum. Því þarf að breyta. Eitt er víst, að ég ætla að taka þátt í þessarri framtíð, mér finnst þetta spennandi valkostur og mikilvægt framlag til umhverfismála. 
mbl.is Rafmagnsbílar spara milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já það var hvasst.

Ég get vottað það að það var hvasst í Mýrdalnum í dag. Er að vinna við grjótnám við Eystri Sólheima og það var ansi mikill asi á logninu þar í dag. En merkilegt nokk, það ver næstum logn í Landeyjunum þegar við fórum þaðan í morgun og ekki hvasst að ráði fyrr en austan við Skóga, eins var þegar við fórum heim í kvöld, snarlægði þegar komið var vestur í Rangárvallasýsluna.
mbl.is Vont veður undir Mýrdalsjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta lýst mér vel á.

Ég held að þetta sé það sem við þurfum til að lyfta okkur upp úr kreppunni. Ný atvinnutækifæri. Og hvað gæti hugsanlega verið betra en samsetning á bílum knúnum með umhverfisvænni orku. Við höfum jú verið að kynna okkur sem land sem framleiði hreina orku á umhverfisvænan hátt. (um það má svo deila hvað er umhverfisvænt og hvað ekki). Svona bíla ættu líka allar fjölskyldur sem þurfa að eiga tvo eða fleiri bíla að eiga. Þessir duga fyllilega í innanbæjarsnattið og til að fara á í vinnuna, gætu meira að segja dugað fyrir þá sem búa t.d á Selfossi og vinna á Reykjavíkursvæðinu. Ég er a.m.k. mikið að hugsa um að fá mér rafmagnsbíl, þ.e.a.s ef Steingrímur skattleggur þá ekki þannig að það verði dýrara að kaupa þá og reka heldur en sambærilega hefðbundna bíla.
mbl.is Indverskir rafbílar hugsanlega settir saman hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Honum tekst þetta.

Ég hef enga trú á öðru en þetta takist hjá Gísla vini mínum. Hann snýr örugglega við á bakkanum hinu megin og fer sömu leið til baka, bara fyrir showið.
mbl.is Ætlar yfir 200 metra vatn á jeppanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott.

Það er ágætt að fá góðar fréttir við og við. Held við eigum það alveg skilið.
mbl.is Orkan lækkar enn eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velkominn í kórinn Magnús.

Sem kórfélagi býð ég Magnús Hlyn og hina nýju félagana velkomna í kórinn. Það er alltaf styrkur að fá öfluga menn í hópinn og ég er þess fullviss að Magnús á eftir að bera orðspor kórsins víða. Sýnist hann reyndar þegar byrjaður á því.


mbl.is Verður annar tenór í Karlakór Selfoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Meterinn

Meterinn

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson
Bílstjóri og bullari af lífi og sál

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 20-02-08_16082
  • ...tur_sa_nyji
  • ...crerokee2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband