Blessuð bæjarstjórnin

sá ekki sóma sinn í því að halda uppá þetta afmæli. Fannst það óþarfi. En þá kom Kjartan Björnsson til skjalanna og hristi eitt stykki stórglæsilega hátið fram úr erminni eins og honum einum er lagið. Til þess fékk hann aðeins 200 þúsund króna styrk frá bænum. Stórskrítið þar sem vorhátiðin á Eyrarbakka í vor fékk 700 þúsund. En blessuð bæjarstjórnin er allt of upptekin við að undirbúa byggingu á minnisvarðanum sínum, nýja miðbænum, til að vera að sóa tíma og peningum í svona afmæli og að maður tali nú ekki um að útvega leikskólapláss fyrir börnin okkar, þó til þess þurfi ekki annað en pólitíska ákvörðun um að opna deild á Hulduheimum sem hefur verið lokuð frá því að skólinn var vígður í fyrra. En svona er þetta bara. Það er eiginlega ekki hægt að segja að við höfum kosið þetta yfir okkur hér í Árborg því Framsókn og Samfylking töpuðu sínum meirihluta síðast, en stjórna nú með Vinstri Græna sem hækju, en Sjálfstæðisflokkurinn situr í minnihluta, vegna þess að samstarf við Framsókn gekk ekki. En nóg um það. Á meðan við höfum Kjartan og hans ótrúlega dugnað við að hressa uppá bæjarlífið, Sniglabandið heldur áfram að syngja um hvað Selfoss er og sýslumaðurinn heldur áfram að berjast fyrir bættri umferðarmenningu og færri glæpum (stundum með óhefðbundnum aðferðum) megum við íbúar Árborgar una glaðir við okkar. Er það ekki.
mbl.is Lok afmælishátíðar á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Bergsson

Heyr heyr! Alveg rétt hjá þér:)

Sigurjón Bergsson, 17.9.2007 kl. 04:13

2 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Já þú ert nú meiri bullarinn

Tómas Þóroddsson, 17.9.2007 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Meterinn

Meterinn

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson
Bílstjóri og bullari af lífi og sál

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 20-02-08_16082
  • ...tur_sa_nyji
  • ...crerokee2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 534

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband