Leit illa út.

Ég kom að þessu slysi og verð að segja að það leit ekki vel út ofan úr brekkunni. Steypubíll þversum í miðri u-beygjunni í kömbunum og tveir bílar illa farnir þar hjá. Þrír sjúkrabílar og einn lögreglubíll. Mér finnst eitthvað málum blandið við atburðalýsinguna í fréttinni  miðað við það sem ég sá og lýst var í sjónvarpsfréttum að steypubíllinn hefði snúist og lent á bílunum tveimur. En mikil mildi að ekki fór verr og vonandi grær hinn slasaði sára sinna fljótt og vel, en sjúkrabíllinn sem ég sá aka burt af staðnum  slökkti forgangsljósin áður en hann lagði af stað.

     Rétt er að minna á að það var slabb á Heiðinni í dag og leiðindafæri.  Ökum gætilega. 


mbl.is Harður árekstur í Kömbunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GK

Steypubíllinn var að loka veginum fyrir umferð...

GK, 15.9.2007 kl. 23:57

2 Smámynd: Helgi Jónsson

Takk fyrir þetta Guðmundur, Fannst líka eitthvað einkennilegt við staðsetninguna á honum miðað við að hann hefði snúist utan í hina bílana, en í fréttum ríkissjónvarpsins sem ég hlustaði á í bílnum rétt í þann mund sem ég kom að slysstaðnum var sagt að hann hafi snúist í hálku og rekist á a.m.k 2 bíla. Sennilega hefur einhver hringt inn sem hefur séð þetta úr álíka afstöðu og ég og málið ekki verið kannað betur.

Helgi Jónsson, 16.9.2007 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Meterinn

Meterinn

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson
Bílstjóri og bullari af lífi og sál

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 20-02-08_16082
  • ...tur_sa_nyji
  • ...crerokee2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband