21.2.2007 | 17:45
Liggur mönnum virkilega svona mikið á?
Það er með hreinum ólíkindum hve umferðarhraði er mikill og eins og vega- og gatnakerfi þessa lands er uppbyggt er þessi hraðakstur arfavitlaus. Ef maður heldur sig á löglegum hraða þarf maður sjaldnar að slá af eða stoppa á ljósum og þess háttar. Ég hef marg oft prófað þetta. Um nokkurra ára skeið ók ég milli Reykjavíkur og Selfoss vegna vinnu, uþb 50km leið. Ég tók margoft tímann, og oft var ég seinn fyrir. Ég fann það út að það sem ég fékk út úr því að keyra á 110+ var stress, aukin eldsneytiseyðsla, meira slit á bíl og aukin áhætta. Enginn tímasparnaður vegna þess að ég þurfti endalaust að vera að hægja á mér fyrir aftan bíla sem hægar fóru og ekki var hægt að komast framúr vegna bíla sem komu á móti eða aðstæður vegarins gáfu ekki tilefni til framúraksturs. En ég var "heppinn". Ég slapp nefnilega í gegnum þessar ferðir mínar slysalaust og án þess að fá hraðasekt. Þess vegna segi ég að rétta leiðin til að komast fljótt og örugglega á áfangastað er að halda löglegum hraða og vera ekkert að stressa sig við framúrakstur þó bíllinn sem er fyrir framan þig keyri kannski 10 km hægar en þú. Hann nær þér aftur á næstu gatnamótum.
23 teknir fyrir hraðakstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Meterinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 690
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.