Snjór og hálka

Þó fyrsti vetrardagur sé ekki fyrr en á laugardaginn er veturinn samt kominn. Hálka og slabb alla leiðina milli Reykjavíkur og Selfoss í dag. Setti nagladekkin undir bílinn hjá tengdó á sunnudaginn og undir jeppann hjá mér í kvöld. Á morgun förum við svo með bílaleigubílinn sem við erum með í vinnunni og fáum snjódekk undir hann. Hika ekki við að brjóta lögin í þessum efnum ef ástæða er til.  Á mánudagsmorguninn sáum við einn bíl á nefinu úti í skurði í Ölfusinu og tvo útaf uppi á heiði. Í síðustu viku voru þrír útaf á heiðinni einn morguninn og í kvöld voru tveir útaf á leiðinni. Reynum endilega að halda okkur á veginum og ökum varlega.
mbl.is Snjókoma á Hellisheiði og Þrengslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallfríður Jóna Jónsdóttir

Það er um að gera að hafa naglana undir þegar þarf að fara yfir Hellisheiðina á þessum tíma.

Annars er mínum bara lagt í vetur.... Mynstrið á dekkjunum er að verða innfallið svo að KIA gamli stendur bara kyrr í innkeyrslunni.

Kv Haddý Jóna

Hallfríður Jóna Jónsdóttir, 26.10.2008 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Meterinn

Meterinn

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson
Bílstjóri og bullari af lífi og sál

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 20-02-08_16082
  • ...tur_sa_nyji
  • ...crerokee2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 526

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband