12.11.2009 | 22:34
Þetta lýst mér vel á.
Ég held að þetta sé það sem við þurfum til að lyfta okkur upp úr kreppunni. Ný atvinnutækifæri. Og hvað gæti hugsanlega verið betra en samsetning á bílum knúnum með umhverfisvænni orku. Við höfum jú verið að kynna okkur sem land sem framleiði hreina orku á umhverfisvænan hátt. (um það má svo deila hvað er umhverfisvænt og hvað ekki). Svona bíla ættu líka allar fjölskyldur sem þurfa að eiga tvo eða fleiri bíla að eiga. Þessir duga fyllilega í innanbæjarsnattið og til að fara á í vinnuna, gætu meira að segja dugað fyrir þá sem búa t.d á Selfossi og vinna á Reykjavíkursvæðinu. Ég er a.m.k. mikið að hugsa um að fá mér rafmagnsbíl, þ.e.a.s ef Steingrímur skattleggur þá ekki þannig að það verði dýrara að kaupa þá og reka heldur en sambærilega hefðbundna bíla.
![]() |
Indverskir rafbílar hugsanlega settir saman hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Meterinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.