Hvort skyldi vera hagkvæmara?

Að grafa göng undir Vaðlaheiði þar sem hámarksumferð á einum degi árið 2008 var 4351 bíll eða tvöfalda Suðurlandsveg þar sem hámarksumferð á einum degi árið 2008 var 15085 bílar? Ég held að svarið sé einfalt. Eins ef verið er að tala um mannaflsfrek verkefni þá skapar gerð jarðganga störf fyrir ca 50 manns hámark, en svona langur vegarkafli getur hæglega skapað mun fleiri störf.


mbl.is Vilja forgangsraða aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Voðalega á fólk erfitt með að skilja muninn á því að Vaðlaheiðargöngin yrðu einkaframkvæmd en Suðurlandsvegurinn alfarið í höndum ríkisins. Fyrir ríkið verða Vaðlaheiðargöngin því talsvert hagkvæmari bara af þeirri einföldu ástæðu að fjárfesting ríkisins verður væntanlega ekki nema lítill hluti af heildarfjárfestingunni og talsvert minni en fjárfestingin vegna Suðurlandsvegarins. Vaðlaheiðargöngin geta því auðveldlega farið efst á alla forgangslista þar sem ríkið fær þau "frítt".

Gulli (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 09:33

2 Smámynd: Magnús Jónsson

Gulli: það er ekkert sem fæst frítt, þessi umræða umæli þín um einkaframkvæmd, byggjast á vanþekkingu á hugtakinu, sá sem ætlar að "einkaframkvæma" ætlar að lána okkur fyrir framkvæmdinni og þar með minka framkvæmda fé í framtíðinni, eða þá að rukka fyrir afnot af göngunum sem ég tel að komi varla til greina á Vaðlaheiði þar sem umferð er ekki nógu mikil til að standa undir slíku, og jafnvel þó svo væri þá færu men gamla vegin nema í ófærð á vetrum. 

Magnús Jónsson, 30.6.2009 kl. 10:08

3 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Sammála Magnúsi hér að ofan. Ef það væri svona einfalt að setja framkvæmdir í einkaframkvæmd til að ríkið fái mannvirkin frítt þá væri gaman að lifa.

Það þarf að bora göngin og borga fyrir það.

Gulli, hver á að borga?

Sigurður Haukur Gíslason, 30.6.2009 kl. 10:52

4 identicon

Úff...

Í staðinn fyrir að rífast hérna á internetinu getið þið hringt í Kristján Möller og sagt honum hvað ykkur finnst um forgangsröðunina.

Síminn hjá kappanum er 864-2133.

Ég er nokkuð viss um hvort er áhrifaríkara.

Sigríður Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 12:11

5 identicon

Sigurður Haukur, barnalega heimskulegur útúrsnúningur hjá þér og ekkert annað. Einkaaðilarnir ætla að byggja göngin og fjármagna þau, þannig fær ríkið göngin "frítt", þ.e. göngin verða byggð og ríkið borgar ekki fyrir þau, skil ekki hvað er svona flókið við það.

Magnús, ég held að þú skiljir sjálfur ekki hugtakið einkaframkvæmd en samt lýsirðu henni ágætlega, ætlunin er að einkaaðilar byggi göngin fyrir eigin fjármögnun og taki til baka peningana með því að rukka fyrir aðgang að göngunum. Held að það verði varla mikið meiri einkaframkvæmd en svo. Hvort þú teljir að komi til greina eða ekki að rukka fyrir aðgang að göngunum skiptir bara nákvæmlega engu máli, þú hefur örugglega ekki kynnt þér kostnaðinn, rekstrargrundvöllinn eða neitt annað fyrir utan að lesa fjöldatölur um hámarkstraffíkina hérna að ofan eða í besta falli séð áætlaðan kostnað við byggingu gangnanna. Þeir sem ætla að ráðast í hafa væntanlega a.m.k. opnað töflureikni og sett inn nokkrar tölur til að styðjast við.

Það var nú almennt viðurkennt þegar Hvalfjarðargöngin voru byggð að þau gætu aldrei staðið undir sér vegna þess að fólk myndi bara keyra fyrir fjörðinn, ekki voru þær spár alveg að standa sig. Umferðin um hugsanleg Vaðlaheiðargöng eða tvöfaldaðan Suðurlandsveg er ekki metin út frá hæstu umferð einstakan dag heldur meðalumferð allt árið og áætlaða aukningu næstu árin þannig að þó mesta umferðin einn dag, eitt ár sé þrefalt meiri á Suðurlandsvegi en mesta umferðin yfir Víkurskarðið þarf ekkert að vera að munurinn sé svo mikill á ársgrundvelli eða á lengra tímabili, það gæti jafnvel verið að umferð um Víkurskarðið sé meiri að meðaltali.

Gulli (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 12:13

6 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Gulli segir:

Einkaaðilarnir ætla að byggja göngin og fjármagna þau, þannig fær ríkið göngin "frítt", þ.e. göngin verða byggð og ríkið borgar ekki fyrir þau, skil ekki hvað er svona flókið við það.

Hvaða einkaaðilar ætla að gefa ríkinu göngin?

Spurning hver er barnalegur hér.

Sigurður Haukur Gíslason, 1.7.2009 kl. 13:03

7 Smámynd: Magnús Jónsson

Gulli: þú leggur að jöfnu Hvalfjarðargöng og Vaðlaheiðargöng, Hvalfjarðargöng styttu leiðina norður um tæpa 40 km, Vaðlaheiði styttir leiðina austur frá Akureyri um 15,5 km, árið 2007 fóru að jafnaði 5.563 bílar á sólarhring um Hvalfjarðargöng á ársgrundvelli, Skuld Spalar vegna Hvalfjarðarganga var um 3.9 milljarðar, heimild-3,9,2008 Sessuhorn, og men væla yfir 1000 kr gjaldtökunni, hvernig heldur þú að men tækju því að borga 4500 krónur fyrir Vaðlaheiðina, forsendur væru (5500 bílar á dag Hvalfjarðargöng gerir 1000 krónur per, bíl á ársgrundvelli, 1200 bílar á dag gerðu þá um  4500 per bíl á ársgrundvelli) efa reyndar að umferð á ársgrundvelli næði 1200 um Vaðlaheiði, mismunurinn til að ná 1000 kr per,bíl sennilega fengist einhver góðhjartaður einkaaðili þarna fyrir norðan til þess að greiða 3500 krónur með hverjum bíl um göng sem hann hefði greitt úr eigin vasa, vonandi skilur þú Gulli hvað átt er við, ef ekki þá nenni ég ekki að eiða meira af mínum tíma í útskíringarnar, ég fyrir einn myndi hiklaust keira framhjá göngum um Vaðlaheiði þó ekki væri nema vegna þess hve útsýnið er fallegt á núverandi vegarstæði um heiðinna.

Magnús Jónsson, 1.7.2009 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Meterinn

Meterinn

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson
Bílstjóri og bullari af lífi og sál

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 20-02-08_16082
  • ...tur_sa_nyji
  • ...crerokee2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband