20.11.2007 | 22:20
Við hristumst enn.
Núna rétt fyrir klukkan 22 komu nokkrir þó nokkuð snarpir kippir. Þetta minnir mig helst á þegar ég var að vinna í Sultartanga og við fundum fyrir sprengingunum i skurðinum og í göngunum inn í kamp. Þetta er svona heldur meira, sprengingarnar komu ekki svona ört, en virkar svipað. Ég hef nú ekki trú á að það þurfi að hafa miklar áhyggjur, nú fáum við hér á Selfossi aðeins að finna fyrir því sem Hvergerðingar þekkja hvað best, allavega sagðist einn vinnufélagi minn í Kárahnjúkum alltaf fá heimþrá þegar hann fann fyrir skjálfta vegna sprenginganna þar.
Skjálftahrinan í rénun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Meterinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 690
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.