Ekki góðar fréttir

En samt held ég að það sé engin þörf á að hafa stórar áhyggjur af þessu. Hallast að þeirri skýringu að  Þingvallaurriðinn verður allra fiska elstur og kvikasilfursmengun sem er eðlileg vegna náttúruaðstæðna safnast fyrir á langri ævi. Tel ekki líklegt að mengun af mannavöldum geti verið meiri þarna heldur en t.d í Elliðavatni sem er miklu minna vatn og á mesta mengunarsvæði landsins. Þætti þó gaman að vita hvað Össur Skarphéðinsson segir um þetta. Mér finnst þessi flokkun líka mjög skrítin, Stórurriðinn úr Þingvallavatni getur ekki flokkast undir fæðu sem oft er neytt. Til þess veiðist ekki nærri nóg af honum.
mbl.is Kvikasilfur í stórurriða úr Þingvallavatni yfir viðmiðunarmörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Það er ýmislegt sem fer fram hjá manni þangað til einhver bloggar um það. Mér finnst þessi frétt alls ekki boðleg. Það er náttúrulega stór mál að Þingvallavatn sé mengað. Í fréttina vantar allar vangaveltur um hvaða þetta eiturefni kemur. Menn  hafa rætt um að ekki megi koma á mikilvægri samgöngubót vegna hættu á mengun. Síðan kemur í ljós að vatnið sem átti að menga er svo mengað fyrir að fiskur úr því er ekki hæfur til daglegra neislu manna. !!!

Jón Sigurgeirsson , 17.10.2007 kl. 21:02

2 Smámynd: Helgi Jónsson

Já Jón, ég er sammála að fréttin er alls ekki boðleg. Eins og þú segir vantar vangaveltur um ástæðurnar. En það er vísað á umfjöllun umhverfisstofnunar þar sem segir að magn kvikasilfurs í fiski er meira, því eldri og stærri sem fiskarnir eru. Það er einmitt það sem er málið með stórurriðann, hann er gamall og stór. En eins og ég sagði í bloggfærslunni þá held ég að það þurfi ekki að hafa stórar áhyggjur af þessu, ég hef ekki heyrt um neinn sem hefur orðið veikur af að borða silung úr Þingvallavatni þau 44 ár sem ég hef þekkt þar til.

Helgi Jónsson, 18.10.2007 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Meterinn

Meterinn

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson
Bílstjóri og bullari af lífi og sál

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 20-02-08_16082
  • ...tur_sa_nyji
  • ...crerokee2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 690

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband