Af hverju?????

Hækkar bensínið um leið og dollarinn og heimsmarkaðsverðið, en lækkar svo ekki aftur fyrr en eftir dúk og disk þegar dollarinn eða heimsmarkaðsverðið lækkar?

Er alltaf sama verð hjá öllum olíufélögunum nema þeim sem reka mannlausu stöðvarnar (þar munar alltaf 10 aurum milli stöðva svona til málamynda)?

Gerir ríkið ekkert í málinu, lækkar bensíngjald eða eitthvað þess háttar?

Af hverju er bensínverð svona hátt á Íslandi?

Við þessum spurningum er eitt og sama svarið: Allir vilja græða. Olíufélögin og ríkið líka. Þetta sama á við í Tryggingabransanum. Þetta verðum við bíleigendur víst bara að sætta okkur við, brosa og borga. 


mbl.is Bensínverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Hvað ertu að kvarta?  Þú færð 5 krónur í aflátt á afmælisdaginn þinn hjá Atlantsolíu - aldeilis búbót.  Annars man ég ekki eftir að bensínverð hafi lækkað á Íslandi þó markaðsverð lækki og breytingar verði á gengi.

krossgata, 16.8.2007 kl. 21:20

2 Smámynd: Helgi Jónsson

Satt er það, en gallinn er bara sá að ég er nýbúinn að eiga afmæli og var þá ekki staddur í Reykjavík. (Var þar daginn áður en þá hefði ég engan afslátt fengið). En ég næ honum örugglega næsta ár því þá verður AO búin að opna hérna á Selfossi.

Helgi Jónsson, 16.8.2007 kl. 21:44

3 Smámynd: krossgata

Mér finnst þessi 5 krónur í afmælisgjöf bara eins og ullað framan í fólk og því sagt hvað það sé vitlaust.  Svo er AO engu betra en hin félögin.

krossgata, 16.8.2007 kl. 22:00

4 Smámynd: Helgi Jónsson

Ég er nú eiginlega bara sammála þér í þessu.  AO og hin þessi svokölluðu ódýru olífélög hanga á sama verði, einhverjum 2 kr ódýrari en þeir stóru. Sérstaða AO er eingöngu sú að það er ekki afsprengi þríhöfða þursins og hefur aðeins reynt að toga í skottið á honum, en eins og ég sagði áðan þá vilja allir græða eins mikið og mögulegt er. 

Helgi Jónsson, 16.8.2007 kl. 22:14

5 Smámynd: Hallfríður Jóna Jónsdóttir

Afhverju??? Er þetta svona Rassálfa sindrum hjá þér Helgi minn

Annars er ég sammála þér með þetta..... Það er virkilega verið að ulla á mann.

En - 2 kr eru þó alltaf -2kr.... og eltum við ekki alltaf tilboðin og brosum bara og borgum

Hallfríður Jóna Jónsdóttir, 21.8.2007 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Meterinn

Meterinn

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson
Bílstjóri og bullari af lífi og sál

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 20-02-08_16082
  • ...tur_sa_nyji
  • ...crerokee2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband