Það á ekki að bögga sýsla!

Mér finnst þetta nú frekar harður dómur, hvað ef það hefði verið einhver almúgamaður sem svona hefði verið brugðið fæti fyrir?
mbl.is Sex mánaða fangelsi fyrir að bregða fæti fyrir sýslumann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eðlilegur dómur finnst mér.  Maðurinn var að brjóta skilorð.  Það er líka venjan að brot gagnvart opinberum starfsmönnum (í starfi) séu þyngri en gagnvart "venjulegu" fólki.

Ra (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 17:07

2 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Dómurinn er ekki harður; dæmt er í samræmi við málsatvik og eðli máls. Að sjálfsögðu tekur dómurinn mið af því hversu hátt fallið var ...

Hlynur Þór Magnússon, 22.2.2007 kl. 17:28

3 identicon

mbl.is | 28.05.03 | 22:00
Dæmdur í 6 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur að karlmaður skuli sæta sex mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot með því að hafa haft samræði við konu á meðan hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Hæstiréttur dæmdi manninn einnig til að greiða konunni 300 þúsund krónur í bætur.
Í héraðsdómi var talið sannað að hefði gerst sekur um þessa háttsemi. Í Hæstarétti var tekið fram að af gögnum málsins yrði ráðið að konan hefði gert manninum skýrlega grein fyrir því, að hún vildi ekki hafa við hann mök við þær aðstæður sem voru fyrir hendi umrætt sinn. Hefði honum mátt vera ljóst, þrátt fyrir vinsamleg samskipti þeirra áður en þau lögðust til svefns, hver vilji hennar var í þessu efni. Þótti því sýnt að maðurinn hefði gegnið lengra en hann hafði ástæðu til að ætla sér heimilt, þegar stúlkan var sofandi og notfært sér þannig svefndrunga hennar vegna þreytu og undanfarandi áfengisdrykkju til að koma fram vilja sínum.

rabbi (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 21:03

4 Smámynd: Helgi Jónsson

Í ljósi þess að maðurinn braut skilorð er dómurinn kannski ekki þungur, en ég hélt að hann færi sjálfkrafa inn til að afplána þá refsingu, ekki þyrfti að dæma í því og þessi dómur væri því máli óskildur. En kannski er það rangt ályktað hjá mér

Helgi Jónsson, 24.2.2007 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Meterinn

Meterinn

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson
Bílstjóri og bullari af lífi og sál

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 20-02-08_16082
  • ...tur_sa_nyji
  • ...crerokee2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 690

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband