Aðgát.

Það er virkilega gaman að skreppa og skoða eldgosið og ágætt útsýni úr Fljótsdalnum rétt innan við Þórólfsfell. Ég fór þangað í gærkvöldi rétt um það bil sem skyggja tók og sá gosstöðina mjög vel. Kom á óvart hvað þetta er nærri Básum og því svæði. En hraunfossinn sést ekki þaðan, til þess að sjá hann þarf maður að fara talsvert lengra og það er sennilega ekki gott að vera að þvælast það á bílum á þessum árstíma enda leiðin auglýst lokuð inn í Emstrur. En í gærkvöldi var mjög mikil umferð þarna og nokkuð ljóst að vegurinn inn Fljótshlíðina ber engan veginn svona mikla umferð, síst af öllu malarkaflinn þarna innfrá sem er eiginlega einbreiður og þarf að fara mjög gætilega við mætingar. En hvort sem farið er þarna inn í Fljótshlíð og skoðað úr fjarska eða austur að Skógum og gengið þaðan farið á sleða yfir Sólheimajökul þá held ég að það hættulegasta við svona ferð sé í raun og veru það sem við þurfum öll að kljást við upp á hvern dag, þ.e.a.s umferðin og vegakerfið. Því allar viðvaranir og upplýsingar varðandi gosið eru um að gæta sín á eitruðum lofttegundum, hraunrennsli, ösku, glóandi hraunmolum sem fljúga, veðri á fjallinu og þess háttar. En enginn varar við því að svona mikil umferð misviturra ökumanna sem gæta misvel að sér er STÓRHÆTTULEG. Í Guðs bænum farið því varlega alveg frá því þið farið að heiman og alveg þangað til heim er komið og ekki bara þegar þið farið að skoða gosið, heldur ALLTAF.
mbl.is Örtröð bíla í Fljótshlíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Hárrétt hjá þér Helgi minn. Eitt get ég sagt og það er að það er hreint ótrúlegt hve mikill munur er að aka hér í Seattle (og bara Bandaríkjunum yfirhöfuð) og á Íslandi. Ég get sagt þér eins og er að ég er oft hreinlega smeykur í umferðinni heima, tillitssemi og aðgætni er greinilega eitthvað sem að er ofan á brauð...

Bið að heilsa félagi.

Heimir Tómasson, 1.4.2010 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Meterinn

Meterinn

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson
Bílstjóri og bullari af lífi og sál

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 20-02-08_16082
  • ...tur_sa_nyji
  • ...crerokee2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband