Pólitískur refur

Mér sýnist Sigmundur Davið ætla að sýna það strax í upphafi hversu mikill refur hann er í pólitík. Nú er Framsóknarflokkurinn í lykilaðstöðu og hann ætlar sér að nýta það út í æsar.  Með því að taka ekki þátt í stjórnarsamstarfi núna en styðja minnihlutastjórnina til góðra verka er hann að auka hróður sinn og flokksins verulega. Ég spái því að í kosningum í vor vinni Framsóknarflokkurinn stórsigur og Sigmundur Davíð verði jafnvel forsætisráðherra.
mbl.is Skýrt umboð aðalatriðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, en eina ástæðan fyrir því að ég set spurnigarmerki við framsókn, er að innviðir þessa flokks eru enn spilltir, eftir kvótakerfið, bankasöluna o.s.frv.

Valsól (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 23:48

2 identicon

Fyrst stjórnarskiptin eru afleiðing grjótkasts, og grjótkastararnir komnir
með þá stjórn sem þeir vildu, liggur þá ekki beint við að nefna nýju
stjórnina Grjótkastarastjórnina?

ásdís (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 02:07

3 Smámynd: Arnar Hólm Ármannsson

Helgi... líst vel á þetta..

Arnar Hólm Ármannsson, 28.1.2009 kl. 21:00

4 Smámynd: Elvar Atli Konráðsson

Helgi, þessi flokkur er að deyja út, flokkurinn fremur endanlegt sjálfsmorð með því að styðja þessa stjórn.  Í sambandi við nýja formanninn þá kemur hann nú ekki með meiri breytingar en að hann tryggir gömlum þreyttum stjórnmálamönnum völd næstu mánuði, það eru allar breytingarnar, enda flokkurinn ein spilling frá upphafi til enda.

kv

Elvar Atli Konráðsson, 28.1.2009 kl. 22:53

5 Smámynd: Lýður Pálsson

Sæll Helgi. Ég er þér sammála, Sigmundur Davíð hefur talað af skynsemi í umróti síðustu daga. Kv. Lýður

Lýður Pálsson, 28.1.2009 kl. 23:26

6 Smámynd: Magnús Bergsson

Þó Sigmundur virðist ágætur þá er ég nokkuð viss um að bak við hann sé enn gamla landráðapakkið. Það verður óhugnarlegt ef það hiski kemst aftur til valda aðeins með því að flagga Sigmundi. Ef fólk hefur einhverja pólitíska sómatilfinningu þá ætti að leysa upp þennan "Framsóknarflokk"

Magnús Bergsson, 29.1.2009 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Meterinn

Meterinn

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson
Bílstjóri og bullari af lífi og sál

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 20-02-08_16082
  • ...tur_sa_nyji
  • ...crerokee2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband