Stórgóðir söngvarar báðir tveir

Ég verð að játa það að svona söngvarakeppnir hafa átt verulegum vinsældum að fagna hjá mér og verið aðalástæðan fyrir því að ég hef keypt áskrift að Stöð 2. Í þessum keppnum (Idoli, X-factor og Bandinu hans Bubba) hafa oft komið fram verulega efnilegir söngvarar þó þeir hafi ekki alltaf lent í efstu sætunum. Furðulegt finnst mér þó að aðeins örfáir hafa gert eitthvað úr velgengni sinni í þessum þáttum, og þá helst þau sem hafa lent í öðru til fimmta sæti, en minna hefur heyrst í sigurvegurunum. Nema þá helst óæskilegar fréttir af einum þeirra sem ekki tengjast tónlist á neinn hátt.

 Vonandi verður þetta ekki svona með þá félaga Eyþór og Arnar. Þessir drengir eru frábærir söngvarar  sem báðir eiga framtíðina fyrir sér í tónlist svo framarlega að rétt sé haldið á spilunum. Arnar er fyrst og fremst rokksöngvari af Guðs náð og gæti sannarlega gert góða hluti á því sviði. Það sýndi hann best í flutningi sínum á ,,The Show must go on" með Queen sem hann flutti í einum þættinum og svo í lokalagi sínu í kvöld. Eyþór er aftur á móti miklu fjölhæfari söngvari, þó rokkið henti honum vel. Hann hefur sýnt það í keppninni að hann gæti sungið hvað sem er ef hann bara vill, og ef hann fær einhvern tíma nóg af rokki og poppi ætti hann að skella sér í klassíkina með þessa frábæru rödd og þá mætti vel segja mér að jafnvel sjálfur Kristján Jóhannsson mætti fara að vara sig.

 Ég vil óska þessum drengjum báðum innilega til hamingju með frábæra frammistöðu í þessum þáttum og eins og Bubbi sagði þá réttlætir það svo sannarlega tilveru svona þáttagerðar að finna tvo svona stórefnilega söngvara og koma þeim á framfæri svo ekki sé nú minnst á stelpurnar, Telmu og Birnu sem ég vona svo sannarlega að við fáum að heyra í í framtíðinni.


mbl.is Eyþór hreppti stöðuna í Bandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Meterinn

Meterinn

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson
Bílstjóri og bullari af lífi og sál

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 20-02-08_16082
  • ...tur_sa_nyji
  • ...crerokee2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband